Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 23. október kl. 15 í Fischersundi 3.
Eftir venjuleg aðalfundarstörf mun Dr. Unnur Birna Karlsdóttir flytja
fyrirlesturinn: “Náttúrusýn og virkjanir”.
Síðan verður boðið upp á léttar veitingar.
Stjórnin biður áhugasama félagsmenn að taka eftirmiðdaginn frá.

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 23. október kl. 15.
Eftir venjuleg aðalfundarstörf mun Dr. Unnur Birna Karlsdóttir flytja
fyrirlesturinn: “Náttúrusýn og virkjanir”.
Síðan  verður boðið upp á léttar veitingar.
Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.
Aðrar fréttir:
Sögufélag kemur ekki við sögu í fjárlagafrumvarpinu. Þar sem við töldum okkur vera í
samstarfi við Alþingi vegna útgáfu Acta yfirréttarins (framhald af Alþingisbókunum
og samstarfsverkefni Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands) kemur þetta stjórninni
nokkuð á óvart. En við höfum lagt inn beiðni um að ganga á fund fjárlaganefndar og
eigum ekki von á öðru en að okkur verður tekið vel.