Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands

Sunnudaginn 2. október kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Þetta er fyrsta barnaleiðsögn vetrarins og er að þessu sinni hugsuð fyrir börn á aldrinum 5-8 ára.

Helga Einarsdóttir safnkennari mun ganga með börnin gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár“.
Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans.
Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur.
Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd.
Verið velkomin!
Nánari upplýsingar má fá í síma 5302200 eða á netfanginu kennsla@thjodminjasafn.is