"Þeir fólar sem frelsi vort svíkja". Lög ásakanir og dómar um landráð á Íslandi

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 26. janúar kl. 12:00-13:00 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.
Guðni Th Jóhannesson, sagnfræðingur og lektor í laga- og viðskiptadeild HR mun þar, líkt og stendur í tilkynningu, rekja sögu landráða á Íslandi og í því ljósi leggja mat sitt á landráðatal síðustu mánuða.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Um erindi Guðna segir í tilkynningu:
Óðara eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um þvíkíka glæpi eða gáleysi að landráðum líktist. Er þetta rétt og hvað eru landráð? Í erindinu verður saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða.
Fundarstjóri: Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild HR
Að fundinum loknum verða almennar umræður.