Handrit og skjöl

Den Arnamagnæanske Samling
Á vefnum eru myndir af handritum úr safni Árna Magnússonar sem varðveitt eru við Kaupmannahafnarháskóla, við íslenskar varðveislustofnanir og við systurstofnanir þeirra á Norðurlöndum.

Íslenzkt fornbréfasafn
Stafræn útgáfa allra 16 bindanna á vefnum Bækur.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

handrit.is
Samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn. Vefurinn veitir einnig aðgang að stafrænum myndum af fjölda handrita. Vefurinn nær aðeins til hluta þeirra handrita sem stofnanirnar þrjár varðveita. Efniviður handritanna samanstendur af íslenskum fornbókmenntum, m.a. heildstæðu safni Íslendingasagna og -þátta og drjúgum hluta norrænar goðafræði, biskupasagna, fornaldarsagna og riddarasagna auk þess sem fjöldi handrita geymir ýmist kvæði, rímur eða lausavísur.

Stafrænar heimildir í Þjóðskjalasafni Íslands
Á vefnum er aðgangur að úrvali heimilda í vörslu safnsins. Efninu er skipt í þrjá meginflokka:
Fólk:  Manntöl, vegabréf, fermingarskýrslur og skjöl um vesturfara. Hægt er að skoða myndir af prestþjónustubókum og sóknarmannatölum með aðstoð vefsjár.
Jarðir: Fasteigna- og jarðamöt, landamerkjabækur og túnakort.
Réttur: Dóma- og þingbækur, skiptabækur og dánarbú.

Ýmsar leitarvélar á vefnum auðvelda leit gagna þ.á.m. leitarvél fyrir dánarbú á 18. og 19. öld og sóknarmannatöl sem er þó enn aðeins frá hluta landsins. Á vefnum er auk þess ýmislegt annað efni eins og myndir af skjölum frá danska ríkisskjalasafninu 1907-1944 sem snerta málefni Íslands, skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771, rannsóknir á skjalasöfnum, prentað efni, fyrirlestrar ofl.

Nokkrir tenglar innan heimildavefsins:
Vefsjá kirkjubóka: http://vefsja.skjalasafn.is/geoserver/www/vefsja/index.html
Manntalsvefur: http://manntal.is/
Jarðavefur: http://jardavefur.skjalasafn.is/
Landsnefndarskjöl: https://landsnefndin.is/
Dánarbú – 18. og 19. öld: https://danarbu.skjalasafn.is/
Dómabókagrunnur: https://skjalasafn.is/domabokagrunnur