Um Söguslóðir

Söguslóðir er vefur Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og hefur það hlutverk að miðla rafrænum gögnum um íslenska sögu og sagnfræði. Söguslóðum er ætlað að veita upplýsingar sem nýtast til rannsókna, kennslu og náms í íslenskri sagnfræði, og einnig að varðveita og miðla fróðleik um íslenska sagnfræði almennt. Vefurinn hefur að geyma fjölbreytt efni, þar á meðal um:

  • Efnisskrár tímarita og lokaritgerðir í sagnfræði
  • Gagnasöfn með mikilvægum heimildum fyrir sagnfræðirannsóknir
  • Textaheimildir, myndir og kort á rafrænu formi
  • Vefsíður um söguleg viðfangsefni
  • Söfn og félög sem tengjast sagnfræði
  • Nám og kennslu í sagnfræði á háskólastigi
  • Rannsóknarverkefni sem lokið er og standa nú yfir
  • Rannsóknasjóði og styrki á sviði sagnfræði

Guðmundur Jónsson prófessor er umsjónarmaður Söguslóða. Sendu okkur tillögur um efni sem þú telur eiga erindi á Söguslóðir. Ábendingar um það sem betur má fara á vefnum  eru líka vel þegnar og sendist á netfang Söguslóða: soguslodir@hi.is

Myndir í borða Söguslóða eru frá Akureyri og valdar af Herði Geirssyni safnverði á Minjasafninu á Akureyri.