Ljósmyndir

Rafrænn aðgangur að ljósmyndasöfnum landsins verður sífellt greiðari. Hér er vísað á söfn sem veita slíkan aðgang að safnkosti sínum.

Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni
Í safninu eru tæplega 5 milljónir þjóðlífs- og mannamynda frá því að ljósmyndin var fundin upp árið 1839 til aldamótanna 2000. Þar er einnig besta úrval teiknaðra, málaðra og prentaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi á 16.-19. öld.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Stærsta ljósmyndasafn landsins með um 4,5 milljónir ljósmynda. Í safninu eru ljósmyndir, munir og heimildir tengd ljósmyndaiðkun atvinnu- og áhugaljósmyndara.

Ljósmyndasafn Morgunblaðsins
Safn ljósmynda sem birst hafa í Morgunblaðinu frá 1999. Á vefnum eru reglulega settar upp ljósmyndasýningar, hver með sínu þema.

Ljósmyndasafn Ólafs K. Magnússonar
Safn ljósmynda Ólafs K. Magnússonar frá árunum 1947-1996 á vef Morgunblaðsins.

Ljósmyndasafn Akraness
Vefur Ljósmyndasafns Akraness veitir almenningi greiðan aðgang að myndum í eigu safnsins. Vefurinn inniheldur um 10.000 myndir með helstu upplýsingum um ljósmyndara og myndefni.

Ljósmyndasafn Borgarfjarðar
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar á þúsundir ljósmynda í fórum sínum og er hluti þeirra kominn á vef safnsins.

Ljósmyndasafn Stykkishólms
Vefur Ljósmyndasafns Stykkishólms inniheldur fjölda mynda í eigu safnsins. Meginuppistaða safnsins eru myndasöfn Jóhanns Rafnssonar og Árna Helgasonar.

Ljósmyndasafnið Ísafirði
Meginhluti safnsins eru myndir og filmur frá ljósmyndurum sem starfað hafa á Ísafirði frá 1890 til loka síðustu aldar. Einnig eru í safninu ljósmyndir frá einstaklingum og blöðum á Ísafirði. Safnkostur  er um 190.000 ljósmyndir, á glerplötum, filmum og pappír.

Myndasafn Minjasafns Akureyrar
Safnið hefur að geyma milljónir mynda frá ýmsum ljósmyndurum.

Ljósmyndasafn Austurlands
Á vef ljósmyndasafnsins er að finna um 55.000 myndir, ýmist af mannlífi eða stöðum á Austurlandi.

Ljósmyndasafn Safnahúss Vestmannaeyja
Safnið er að uppistöðu ljósmyndaplötusafn Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara frá Hörgsholti (1885-1950). Alls er safnið 15.000 til 20.000 plötur.