Lovsamling, Alþingistíðindi og Stjórnartíðindi

Lovsamling for Island
Stafræn útgáfa á öllum bindum safnsins, 21 að tölu, á vefnum Bækur.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Alþingi, lagasafn
Safn yfir öll núgildandi lög frá Alþingi. Alþingi.

Alþingistíðindi
Alþingistíðindi er útgáfa á efni þingfunda og þingskjölum. Þau eru til í prentaðri útgáfu frá upphafi ráðgjafarþings 1845 til 136. löggjafarþings 2008-2009. Frá og með 137. löggjafarþingi 2009 eru Alþingistíðindi aðeins til í vefútgáfu sem er að finna hér. Skönnuð hefti frá þingunum 1845-1881 er að finna hér.

Stjórnartíðindi
Í Stjórnartíðindum eru birt lög, tilskipanir, opin bréf, auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis, sem út eru gefnar af æðsta handhafa framkvæmdarvaldsins. C-deildin nær aftur til 1995 en A- og B-deildin aftur til 2001. Gefin út af Innanríkisráðuneytinu.

Reglugerðasafn Stjórnarráðs Íslands
Safn gildandi reglugerða frá Stjórnarráði Íslands. Safnið inniheldur um 2200 reglugerðir að breytingum meðtöldum. Gefið út af Innanríkisráðuneytinu.