Rannsóknasjóðir

RANNÍS – Rannsóknamiðstöð Íslands
Stofnun á vegum menntamálaráðuneytisins sem hefur umsjón með ýmsum sjóðum; rannsóknasjóði, tækniþróunarsjóði, tækjasjóði, rannsóknarnámssjóði o.fl. Alþjóðasvið Rannsóknamiðstöðvarinnar veitir einnig upplýsingar og ráðgjöf um alþjóðlegar rannsóknaáætlanir.

Rannsóknasjóðir Háskóla Íslands
Sjóðir sem fræðimenn geta sótt í:
Aðstoðamannasjóður
Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs HÍ
Ferðastyrkir Rannsóknasjóðs
Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands
Nýdoktorasjóður Rannsóknasjóðs HÍ
Rannsóknasjóður HÍ
Tækjakaupasjóður
Kennslumálasjóður
Sáttmálasjóður

Styrkir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands
Listi yfir sjóði ásamt lýsingu á þeim: Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands, Stúdentasjóður, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Greiningarsjóður fyrir nemendur með námsörðugleika.

Menntasjóður Hugvísindasviðs
Markmið sjóðsins er að styrkja doktorsnema við deildir Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, einkum þá sem eru á lokastigum náms.

Forlagsboghandler, Dr. Phil. h.c. Ejnar Munkgaards Stiftelse til Fordel for Det filosofiske Fakultet ved Islands Universitet i Reykjavik
Sjóðnum, sem er hluti af Menntasjóði Hugvísindasviðs, er einkum varið til þess að vinna úr eða gefa út forníslensk rit í útgáfum sem hafa alþjóðlegt gildi eða til þess að vinna úr eða gefa út rit um þessi efni eða til ferðastyrkja handa íslenskum fræðimönnum eða stúdentum til málfræðilegra, bókmenntalegra eða sagnfræðilegra rannsókna í dönskum söfnum.

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar
Sjóðurinn styrkir kandídata og stúdenta við nám undir meistarapróf í sagnfræði til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök verkefni er varða sögu Íslands og nátengd efni. Einnig eru veittir styrkir til einstaklinga sem ekki hafa verið við nám í Háskóla Íslands ef sérstakar ástæður mæla með því og styrkveitingin hlýtur einróma samþykki stjórnarinnar.

Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors
Tilgangur sjóðsins er að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna er tengjast námi þeirra.

Clara Lachmanns fond
Sjóður sem styrkir stúdenta til námsdvalar á Norðurlöndum og styrkir útgáfur sem tengjast lifnaðarháttum Norðurlandabúa. Einnig verðlaunar sjóðurinn verkefni sem þykja líkleg til að efla norrænt samstarf svo um munar.

Gjöf Jóns Sigurðssonar
Sjóður sem styrkir útgáfu vel saminna vísindalegra rita og heimildarrita sem taka á sögu Íslands, bókmenntum, lögum, stjórn eða framförum.

Hagþenkir
Hagþenkir veitir ýmsa styrki til félagsmanna sinna og annarra höfunda fræðirita og kennsluefnis, meðal annars ferða-, menntunar- og starfsstyrki.

Letterstedtska sjóðurinn
Sjóður sem hefur það markmið að efla norrænt samstarf á sviði vísinda og veitir til þess ýmsa styrki, meðal annars ferða- og útgáfustyrki.