Fræðitímarit og lokaritgerðir í háskólum

Tímarit.is
Stafrænt safn blaða og tímarita frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi frá 1773 til samtímans. Í tímaritum og blöðum er að finna mikið af fræðilegu efni, auk þess sem í safninu eru nokkur fræðileg tímarit sem helguð eru sagnfræðilegum rannsóknum að miklu eða öllu leyti s.s. Andvari, Blanda, Saga, Ný saga, Sagnir og Skírnir. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Tímaritaskrá Landsbókasafns A-Ö
Aðgangur að heildartextum rúmlega 27 þúsund tímarita og upplýsingar um helstu prentuð tímarit sem Landsbókasafni berast. Hér er aðangur að texta fjölda erlendra sagnfræðirita svo og þeirra íslensku sagnfræðirita sem eru á Tímarit.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabóksafn.

Andvari
Tímaritið er gefið út af Hinu íslenska þjóðvinafélagi og fjallar einkum um sögu þjóðarinnar og íslensk menningarmál. Á vefsvæði Timarit.is er aðgangur að stafrænni útgáfu tímaritsins frá 1874 til 2011.

Ný saga
Tímarit um sagnfræði gefið út af Sögufélagi  á árunum 1987-2001.  Aðgangur að tímaritinu í stafrænu formi er á vefsvæði Tímarit.is.

Saga: Tímarit Sögufélags
Tímaritið Saga, útgefið af Sögufélagi, er helsta fagtímarit íslenskra sagnfræðinga. Aðgangur að tímaritinu í stafrænu formi er á vefsvæði Tímarit.is.

Sagnir – tímarit um sögulegt efni
Hér má nálgast stafræna útgáfu Sagna, tímarits sagnfræðinema. Aðgangur að tímaritinu í stafrænu formi er á vefsvæði Tímarit.is. Hér má síðan nálgast stafræna útgáfu fyrsta tölublaðs Hasarblaðsins sem var einnig tímarit sagnfræðinema.

Skírnir
Elsta tímarit á Norðurlöndum og hefur komið út síðan 1827. Skírnir var framan af fréttamiðill, en fékk síðar hlutverk bókmennta- og fræðatímarits. Aðgangur að tímaritinu í stafrænu formi er á vefsvæði Tímarit.is.

Vefnir
Félag um átjándu aldar fræði gefur út tímaritið Vefni en það hefur verið gefið út með hléum frá árinu 1998. Í Vefni eru birtar greinar eftir fræðimenn sem fást við viðfangsefni á sviði átjándu aldar fræða. Greinar í Vefni heyra einkum undir sagnfræði og bókmenntir.

Skemman
Sameiginlegt rafrænt gagnasafn íslenskra háskóla þar sem einkum eru geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Doktorsritgerðir í sagnfræði á Opnum vísindum
Vefurinn Opin vísindi er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og efni sem birtist í opnum aðgangi á vegum háskólanna á Íslandi og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Þar er m.a. að finna doktorsritgerðir í sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands síðan 2015.