Ritaskrár

Áttavitinn
Upplýsingagátt Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns þar sem kynntur er safnkostur bókasafnsins í sagnfræði  og helstu hjálpargögn við heimildaleit og -skráningu. Hér má m.a. finna upplýsingar um bækur, tímarit, gagnasöfn, uppsláttarrit, manntöl, tölfræði og stofnanir.

hvar.is
Á hvar.is eru tímarit og gagnasöfn sem menntamálaráðuneytið hefur keypt landsaðgang að. Þar er listi yfir aðgengileg gagnasöfn og tímarit á sviði hugvísinda og trúarbragðafræði. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Íslandssaga í greinum
Ritaskrá sem Gunnar Karlsson og samstarfsmenn hans hafa tekið saman. Þar eru skráðar um tíu þúsund greinar um sögu Íslands. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Lokaritgerðir í sagnfræði við Háskóla Íslands
Gagnasafn um lokaritgerðir í sagnfræðiskor/námsbraut í sagnfræði við Háskóla Íslands. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Doktorsritgerðir í sagnfræði
Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga, unnin af starfsfólki þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.