Söfn og sýningahús

Safnabókin
Á vefnum er að finna upplýsingar um öll söfn á Íslandi. Hægt er að leita í gagnagrunni ýmist eftir landssvæðum eða með því að slá inn leitarorð.

Þjóðminjasafn Íslands
Vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Byggðasöfn
Á vef Þjóðminjasafns eru krækjur á byggðasöfn í landinu samkvæmt safnastefnu á sviði þjóðminjavörslun fyrir árin 2002-2008.

Árbæjarsafn – Minjasafn Reykjavíkur
Útisafn þar sem byggingar og munir í eigu safnsins eru til sýnis. Safnið sinnir minjavörslu og rannsóknum á sögu Reykjavíkur.

Byggðasafn Akraness og nærsveita
Fjölbreytt safn muna sem tilheyra eldri búskaparháttum og þjóðlífi á Akranesi og í nágrenni. Safnið á eina varðveitta kútterinn úr þilskipastóli Íslendinga.

Byggðasafn Hafnarfjarðar
Minja- og ljósmyndasafn í eigu Hafnarfjarðarbæjar sem rannsakar og varðveitir menningarsögulegar minjar Hafnarfjarðar og nágrennis. Gripir minjasafnsins eru um 20.000, flestir frá árunum í kringum aldamótin 1900. Í ljósmyndasafninu eru varðveitrar um 130.000 myndir, plötur og filmur.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Safnið er á Reykjum í Hrúafirði og er að mestu leyti helgað gamla bændasamfélaginu í Stranda- og Húnavatnssýslum. Þar er einnig að finna hárkarlaveiðasýningu.

Skógasafn
Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga.Þar er m.a. að finna hús og húsmuni og handverk ásamt munum sem tengjast sjósókn og landbúnaði.

Byggðasafn Skagfirðinga
Byggðasafnið er í Glaumbæ og eru fastasýningar tvær, ein um mannlíf í torfbæjum og önnur um þróun iðnverkstæða á 20. öld. Í safninu eru stundaðar rannsóknir, fræðsla og útgáfa á sögu og fornleifum svæðisins.

Bóka- og byggðasafn Norður-Þingeyinga
Safnið varð til við sameiningu Sýslubókasafns og Byggðasafns Norður-Þingeyinga árið 1982. Safnið geymir muni og bækur frá byggðarlaginu og þar er einnig ljósmyndasafn.

Minjasafn Austurlands
Safnið er á Egilsstöðum og annast sýningahald, fornleifarannsóknir og safnakennslu. Sýningar safnsins eru helgaðar mannlífi í Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra.

Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið hefur það markmið að auka þekkingu á sögu Eyjafjarðar með því að safna, varðveita og rannsaka menningarsögulegar minjar svæðisins. Safnið stendur fyrir sýningahaldi, sögugöngum og söngvökum.

Safnahús Borgarfjarðar
Safnhús Borgarfjarðar hýsir fjölmörg söfn, meðal annars byggðasafn og skjalasafn.

Safnahús Vestmannaeyja
Í Safnahúsi er m.a. byggðasafn Vestmannaeyja.

Safnahúsið á Húsavík
Í Safnahúsi er m.a. að finna byggðasafn og sjóminjasafn.

Landbúnaðarsafn Íslands
Safnið leggur áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum og kynningu á sögu hans og stöðu.

Fransmenn á Íslandi
Safnið er á Fásrúðsfirði og greinir frá veru franskra skútusjómanna á Íslandi á 19. öld.

Galdrasýning á Ströndum
Sýning helguð göldrum á Íslandi og fjallar meðal annars um þekkta galdramenn á Íslandi, dómskerfið á 17. öld, galdrabrennur og ýmislegt efni úr íslenskum þjóðsögum.

Heimilisiðnaðarsafnið
Safnið er á Blönduósi og sérhæfir sig í söfnun heimagerðra tóvinnu- og textílmuna. Meðal safndeilda er Halldórustofa sem varðveitir vefnaðar- og prjónlesmynstur úr safni Halldóru Bjarnadóttur, heimilisráðunauts Búnaðarfélags Íslands.

Byggðasafn Árnesinga – Húsið á Eyrarbakka
Safnið hefur það hlutverk að safna, varðveita og rannsaka minjar byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu. Safnið stendur fyrir sýningum og fyrirlestraröðum.

Kirkjubæjarstofa
Rannsókna- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri sem hefur að markmiði að efla og styðja rannsóknir á náttúrufari, sögu og menningu héraðsins með söfnun og skráningu gagna, fræðslustarfsemi og ráðstefnuhaldi.

Leikminjasafn Íslands
Leikminjasafnið er samstarfsverkefni 27 félaga, stofnana og leikhúsa. Starfsemi þess felst í að skrá, varðveita, rannsaka og sýna leiklistarsögulegar minjar.

Nonnahús
Safn á Akureyri tileinkað minningu Jóns Sveinssonar rithöfundar.

Sjóminjar Íslands
Vefsíða  á vegum Sambands íslenskra sjóminjasafna þar sem kynntar eru sjóminjar og sjóminjavarsla á Íslandi.  Þar er m.a. að finna upplýsingar um sjóminjasöfn, sýningar og setur, vita og fronar strandminjar.

Síldarminjasafn Íslands
Safn helgað sögu síldveiða og síldariðnaðar á Íslandi.

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Safn muna frá Eyrarbakka. Sérstök áhersla er lögð á sjósókn og iðnaðar-, menningar- og félagssögu síðustu 100 ára. Í safninu má sjá veiðarfæri og útbúnað sjómanna ásamt tólfrónum teinæringi með hinu sérstaka „Steinslagi“.

Saltfisksetrið í Grindavík
Sýning um sögu verkunar og sölu saltfisks og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið.

Skriðuklaustur – Gunnarsstofnun
Menningar-, sögu- og fræðasetur að Skriðuklaustri í Fljótsdal.

Sögusafnið
Sýning í Perlunni í Reykjavík helguð Íslendingasögunum þar sem atburðir þeirra hafa verið settir á svið með hjálp leikmynda og silikonafsteypa af raunverulegu fólki.

Sögusetrið á Hvolsvelli
Setur helgað Njáls sögu. Þar er sýning um víkingaöld með sérstakri áherslu á Njálu. Setrið skipuleggur ferðir á Njáluslóðir. Þar er einnig kaupfélags- og veiðisafn.

Sögusetur íslenska hestsins
Alþjóðleg þekkingar- og fræðslumiðstöð um sögu íslenska hestsins. Sögusetrið stefnir að því að gera gagnagrunn um heimildir og annað er varðar íslenska hestinn og vista muni í samráði við aðrar stofnanir.

Vegminjasafn
Menningar- og fræðslustofnun sem miðar að því að varðveita minjar um vegagerð á Íslandi og miðla sögu hennar.

Vesturfarasetrið á Hofsósi
Safnið annast sýningahald um vesturferðir Íslendinga til Kanada og Bandaríkjanna. Vesturfarasetrið leggur stund á ættfræðirannsóknir og þar er einnig að finna bókasafn með verkum sem tengjast vesturferðunum.

Safnahúsið við Hverfisgötu
Safnahúsið við Hverfisgötu, áður Þjóðmenningarhúsið, hýsir nokkrar sýningar um efni sem tengjast sögu og menningu Íslendinga. Þar á meðal er sýning á íslenskum fornritum frá Stofnun Árna Magnússonar.