Myndasöfn

Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni
Stærsta myndasafn landsins með tæplega 5 milljónir mynda. Þar er að finna úrval þjóðlífs- og mannamynda frá því að ljósmyndin var fundin upp árið 1839 til aldamótanna 2000 en líka besta úrval teiknaðra og málaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi frá 16.-19. öld.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Safn í eigu Reykjavíkurborgar. Það varðveitir 1,7 milljón ljósmyndir ásamt ýmsum tækjum og áhöldum. Safnið leggur stund á rannsóknir á öllum sviðum ljósmyndunar, sér um safnkennslu, veitir ráðgjöf og þjónustu og heldur fjölda ljósmyndasýninga ár hvert.

Ljósmyndasafn Morgunblaðsins
Safn ljósmynda sem birst hafa í Morgunblaðinu frá 1999. Á vefnum eru reglulega settar upp ljósmyndasýningar, hver með sínu þema.

Ljósmyndasafn Akraness
Safnið varðveitir ljósmyndaefni sem hefur menningarsögulegt gildi fyrir Akranes.  Meginuppistaða safnsins eru ljósmyndir Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar og inniheldur vefur þess um 10.000 myndir með helstu upplýsingum um ljósmyndara og myndefni.

Ljósmyndasafn Borgarfjarðar
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar á þúsundir ljósmynda í fórum sínum og er hluti þeirra kominn á vef safnsins.

Ljósmyndasafn Stykkishólms
Safn sem varðveitir og safnar ljósmyndaefni sem tengist sögu Stykkishólms. Meginuppistaða safnsins eru myndasöfn Jóhanns Rafnssonar og Árna Helgasonar.

Ljósmyndasafnið Ísafirði
Meginhluti safnsins eru myndir og filmur frá ljósmyndurum sem starfað hafa á Ísafirði frá 1890 til loka síðustu aldar. Einnig eru í safninu ljósmyndir frá einstaklingum og blöðum á Ísafirði. Safnkostur  er um 190.000 ljósmyndir, á glerplötum, filmum og pappír.

Myndasafn Minjasafns Akureyrar
Safnið hefur að geyma milljónir mynda frá ýmsum ljósmyndurum.

Ljósmyndasafn Austurlands
Í ljósmyndasafninu eru yfir 10.000 tölvuskráðar myndir aðalsafns, en auk þess eru nokkur sérsöfn, þar á meðal ljósmyndasafn Vikublaðsins Austra.  Því til viðbótar er allstórt safn póstkorta.

Ljósmyndasafn Safnahúss Vestmannaeyja
Safnið er að uppistöðu ljósmyndaplötusafn Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara frá Hörgsholti (1885-1950). Alls er safnið 15.000 til 20.000 plötur.

Kvikmyndasafn Íslands
Stofnun í eigu ríkisins sem safnar, skráir og varðveitir kvikmyndir og tengt efni og stundar rannsóknir á safnkostinum. Hlutverk safnsins er að  miðla þekkingu um kvikmyndir og auka skilning á kvikmyndamiðlinum og menningarlegu gildi hans.