Hagtölur

Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands
Gagnagrunnur sem inniheldur nær öll manntöl er gerðar voru fyrr á öldum á Íslandi. Þegar manntalsvefurinn var opnaður þann 14. nóvember 2009 var búið að skrá inn á vef þennan manntölin 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870 og 1890 og auk þess hluta manntalanna 1901, 1910 og 1920, alls um 542 þúsund færslur. Öll þessi manntöl, nema manntalið 1920, eru á manntalsvefnum auk manntalanna 1703 og 1835 sem áður voru aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns.

Sögulegar hagtölur
Vefur Hagstofu Íslands með samræmdum hagtölum sem ná yfir marga áratugi og jafnvel aldir. Vefurinn sækir efni að miklu leyti í ritið Hagskinnu sem Hagstofan gaf út 1997 og hafa tímaraðirnar verið uppfærðar til samtímans eins og kostur er. Vefurinn inniheldur þó ekki nema hluta af þeim gögnum sem birt eru í Hagskinnu.

Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland.
Hagskinna er eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá upphafi. Bókin kom út árið 1997 og í henni eru tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélag og þróun þess eins langt aftur og heimildir ná. Elstu tölur í ritinu eru frá byrjun 17. aldar en talnaefnið nær fram um 1990.