Hádegisfyrirlestur Ívars Brynjólfssonar um ljósmyndun á tímabilinu 1970-1990

Þriðjudaginn 19. febrúar kl.12 mun Ívar Brynjólfsson ljósmyndari fjalla um ljósmyndun á tímabilinu 1970-1990 í fyrirlestri á vegum Þjóðminjasafnsins. Ívar mun fjalla um stefnur og strauma og mismunandi hópa ljósmyndara á tímabilinu. 
Efni fyrirlestrarins tengist nýútgefinni skýrslu Þjóðminjasafnsins, Þættir úr sögu ljósmyndunar á Íslandi 1970-1990 eftir Steinar Örn Atlason og sýningunni Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafns. Á sýningunni eru myndir þeirra ljósmyndara sem fjallað er um með beinum hætti í skýrslunni en í henni er leitað leiða til að fjalla um sögu íslenskrar ljósmyndunar og sjónum beint að ólíkum félagslegum sviðum innan greinarinnar: ljósmyndaklúbbum, atvinnu- og áhugamönnum, og ljósmyndasöfnum. Þátttakendur á sýningunni eru fulltrúar ólíkra sviða ljósmyndunar á þessu tímabili, frá stofuljósmyndun til listrænnar ljósmyndunar.
 Fyrirlesturinn er ókeypis og allir velkomnir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *