Vorhefti Sögu komið út

Saga, tímarit Sögufélags, er komið út. Meðal efnis er viðtal Auðuns Arnórssonar við breska sagnfræðinginn Alan S. Milward, en þeir ræddu einkum um sögu samrunaferlisins í Evrópu, atriði sem mjög hefur verið í sviðsljósinu undanfarin misseri.

Tímaritið Saga hóf göngu sína árið 1950. Frá 2002 hefur tímaritið komið út í tveimur heftum árlega, vor og haust. Það hefur löngu áunnið sér sess sem fremsta fagtímarit íslenskra sagnfræðinga.
Ritstjórar Sögu eru Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson.