Sigríður Matthíasdóttir: Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930

Bókin fjallar um einhver mikilvægustu mótunarár íslensks nútímasamfélags. Á þessu tímabili átti sér stað hugmyndafræðileg barátta þar sem á tókust ólík sjónarmið um gerð íslensks þjóðríkis og stöðu og hlutverk einstaklinganna innan þess.

Sjálfsmynd þjóðarinnar var skilgreind á þessum tíma og naut hinn borgaralegi karlmaður góðs af henni en hún var ekki jafnhagstæð ýmsum öðrum hópum samfélagsins. Samhliða umræðunni um þjóðernið var tekist á um réttindi kvenna, eðli þeirra og hlutverk. Jafnréttisbaráttan nú er enn að fást við þær hugmyndir um stöðu kynjanna sem mótaðar voru á þessum árum. Bókin er nauðsynleg lesning öllum sem vilja skilja eigin hugmyndir um þjóðerni og kyngervi, uppruna þeirra og áhrif í íslensku samfélagi.