Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson: Framtíð handan hafs

Hér fjalla Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson um flest það sem tengist versturferðum Íslendinga til Ameríku um aldamótin 1900. Saga ferðanna er rakin og hún meðal annars borin saman við vestuferðir annarra Evrópuþjóða.

Í lögfræðiþætti Ísafoldar 1891 spyr maður hvort það hafi verið rétt af sveitarstjórn sinni að senda konu sína og börn til Ameríku “án míns vilja og vitundar, af þeirri ástæðu, að henni hafði verið lagt af sveit lítils háttar, meðan ég var að stunda atvinnu í öðrum landsfjórðungi, mér og mínum til framfæris …”
Frá þessu og ótalmörgu öðru varðandi fólksflutninga Íslendinga til Ameríku á áratugunum í kringum 1900 er sagt í bókinni. Hér er saga íslensku vesturferðanna rakin og borin saman við vesturfarasögur annarra Evrópuþjóða. Lýst er störfum umboðsmanna skipafélaga, sem störfuðu að því að hvetja fólk til vesturfarar. Rætt er um fargjöld, farartíma, umræður og löggjöf um ferðirnar. Fjöldi íslenskra vesturfara er áætlaður nákvæmlega út frá heimildum, bæði af landinu í heild og úr einstökum héruðum. Rætt er um hvers konar fólk fór einkum vestur, hvers vegna það kaus að leggja upp í svo langa ferð og hvaða afleiðingar fólksflutningarnir höfðu á samfélag Íslendinga.