Hausthefti tímaritsins Sögu er komið út

Eru öll gömul hús merkileg? Voru stjórnvöld viðbúin kjarnorkuárás á Ísland á
6. og 7. áratugnum? Hefði Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson orðið
forystumaður íslenskra íhaldsmanna ef honum hefði enst aldur? Er
Landnámssýningin Reykjavík 871 ±2 raunveruleikaþáttur úr fortíðinni? Var
frillulífi viðurkennt sambúðarform á miðöldum? Hvað getur íslenskt safnafólk
lært af kollegum sínum í Skotlandi? Hver fann upp fjósið? Í hverju fólst
gagnrýni á þingræðið á árunum milli stríða? Hver var þekking Íslendinga á
Rússlandi á 19. öld? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra fjölmörgu spurninga sem
höfundar efnis í hausthefti Sögu glíma við.

Allar nánari upplýsingar um Sögu er að finna á heimasíðu Sögufélags www.sogufelag.is.
Ritstjórar sögu eru Eggert Þór Bernharðsson og Páll Björnsson.