Bókabylting 18. aldar: Fræðastörf og bókaútgáfa upplýsingarmanna, eftir Aðalgeir Kristjánsson

Bókabylting 18. aldar fjallar um þá miklu grósku sem var í fræðastarfi og útgáfu bóka um íslenska menningu og náttúru á tíma upplýsingarstefnunnar. Sagt er frá þeim mönnum og samtökum sem gerðu íslenskar fornbókmenntir aðgengilegar fyrir hinn menntaða heim og veittu erlendum menningarstraumum til íslensku þjóðarinnar með fræðiritum og þýðingum á heimsbókmenntum.

Í öðrum hluta bókarinnar er gerð grein fyrir rannsóknum á náttúru og landshögum
og ber þar hæst Ferðabók Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar sem er ómetanleg
heimild um Ísland á 18. öld. Einnig er getið rannsókna Ólafs Olaviusar og Þórðar
Thoroddi.
Á síðari hluta aldarinnar hljóp mikill vöxtur í rannsóknir á íslenskum handritum og
útgáfu þeirra og er sú saga rakin í þriðja hlutanum. Erlendir áhugamenn um íslenskan
menningararf áttu yfirleitt frumkvæðið en það voru íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn
sem helst sinntu útgáfustarfinu. Ítarlega er sagt frá mesta sagnfræðiriti þessa tímabils,
Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar.
Aðalgeir Kristjánsson er cand. mag. Í íslenskum fræðum og starfaði lengstum sem
skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands. Eftir Aðalgeir liggja fjölmörg rit, m. a. Brynjólfur
Pétursson. Ævi og störf (1972), Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn (1993) og Nú heilsar þér á
Hafnaslóð. Ævir og örlög í höfuðborg Íslands 1800–1850 (1999).
Bókabylting 18. aldar er 44. bindið í Ritsafni Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og er gefið út af Háskólaútgáfunni. Ritið er 166 blaðsíður.