Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar

Út er komin hjá hjá Forlaginu bókin Þóra biskups og raunir
íslenskrar embættismannastéttar eftir Sigrúnu Pálsdóttir.

Í 
bókarkynningu segir:
Ævi og örlög Þóru Pétursdóttur Péturssonar biskups yfir 
Íslandi og eiginkonu Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings eru 
líklega mátulega stór fyrir samtíma okkar. Saga hennar segir frá 
kjólum og karlmönnum, draumum og glæstum vonum; grátbroslegum 
stundum í lífi lítillar þjóðar. Þetta er saga um tungumál og 
tjáningu, um þörf og hæfileika kvenna á síðari hluta nítjándu 
aldar til að búa til margradda frásögn um umhverfi sitt og þetta 
tímabil sögunnar sem þrátt fyrir allar ljósmyndirnar og textana 
er hljóðlaust og frosið.
Sigrún Pálsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1967. Hún hóf 
meistaranám í sagnfræði við University of Oxford árið 1993 og 
lauk þaðan doktorsprófi árið 2001. Að námi loknu gegndi hún 
rannsóknarstöðu Rannís við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 
og var stundakennari við sama skóla. Sigrún er ritstjóri Sögu, 
tímarits Sögufélags.