Upphaf þéttbýlis í Reykjavík á 18. öld – fyrirlestrarröð

Minjasafn Reykjavíkur efnir til fyrirlestraraðar um upphaf þéttbýlis í Reykjavík á 18. öld, á Landnámssýningunni Aðalstræti 16, 27. janúar til 7. apríl 2009.

Dagskrá
Stefán Örn Stefánsson arkitekt hefur leikinn þriðjudaginn 27. janúar kl.
17 og talar um Innréttingahúsin í Aðalstræti.
Þriðjudagur 10. febrúar kl. 17: Sjúkdómar og lækningar. Jón Ólafur Ísberg
sagnfræðingur
Þriðjudagur 24. febrúar kl. 17: Flutningur latínuskólanna til Reykjavíkur
og Hólavallarskóli 1786-1804. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur
Þriðjudagur 10. mars kl. 17: Kirkjan nemur land. Hjalti Hugason
guðfræðiprófessor
Þriðjudagur 24. mars kl. 17: Vefsmiðjur Innréttinganna við fyrstu götu
bæjarins. Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur
Þriðjudagur 7. apríl kl. 17: Vefnaður og litun í vefsmiðju Innréttinganna.
Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.