Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild, stjórnmálafræðideild, félags-og mannvísindadeild og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða til opinna umræðufunda um lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis dagana 26 – 30. aprí nk.
Fundirnir fara fram í stofu 132 í Öskju í Háskóla Íslands og standa yfir milli kl. 12-13.30.
Markmiðið með fundum þessum er að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni.

Skipulag: Hver fundur fer þannig fram að flutt verða tvö eða þrjú 15 mínútna inngangserindi og í kjölfarið verða fyrirspurnir til fyrirlesara og umræður.
Dagskrá:
26. apríl kl. 12.00–13.30 í Öskju st. 132: Menning og  samfélag – liggja þar rætur hrunsins?
Ávarp Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. Málshefjendur verða Hulda Þórisdóttir lektor í stjórnmálafræði: Efnahagshrunið sem afsprengi aðstæðna og fjötrarðar skynsemi, Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði: Hrunið og hnattvæðingin og Guðmundur Hálfdánarson prófessor sagnfræði: Frjálsasta þjóð í heimi. Fundarstjóri Anna Agnarsdóttir prófessor í sagnfræði.
27. apríl kl. 12.00–13.30 í Öskju st. 132: Viðskiptalífið – bankakerfið – hagstjórnin –viðskiptahættirnir,  hvað brást?
Málshefjendur verða Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði: Dýrkeypt hagstjórnarmistök í þenslu, Bjarni Frímann Karlsson lektor í reikningsskilum: Glögg mynd eða glansmynd, Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar; „Þrettán manns í ferða- og skemmtanadeild, en einn í regluvörslu“.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Bjarnason lektor.
28. apríl kl. 12.00–13.30  Öskju st. 132: Lögin, eftirlitið og ábyrgðin!
Málshefjendur verða Eiríkur Jónsson lektor í lagadeild: Eftirlitsstofnanir fjármálakerfisins og Þórður Bogason hrl. og stundakennari lagadeild: Ráðherraábyrgð.
Fundarstjóri Björg Thorarensen prófessor í lögum og deildarforseti
29. apríl kl. 12.00–13.30 í Öskju stofu 132: Höfum við vanrækt ríkið? Ábyrgð stjórnvalda
Málshefjendur verða  Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og sviðsforseti: Ábyrgð stjórnmálakerfisins? og  Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor í stjórnsýslufræðum: Stóð til hjá stjórnvöldum að rækta ríkið?
Fundarstjóri  Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði
30. apríl kl. 12.00–13.30 Öskju st. 132: Gagnrýnin umræða; hlutverk háskóla og fjölmiðla
Málshefjendur verða Vilhjálmur Árnason prófessor: Sýnd og reynd; um mikilvægi málefnalegrar rökræðu í lýðræðissamfélagi, Stefán Ólafsson prófessor: Sótt að sannleikanum – Um tíðaranda hroka, siðleysis og hótana og Valgerður A. Jóhannsdóttir verkefnisstjóri og aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku: Góðir fjölmiðlar kosta sitt, en vondir kosta okkur meira. Fundarstjóri  Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði.