Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007 – Málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Föstudaginn 10. október milli kl. 14 og 17 í sal 3 í Háskólabíó
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands gaf út bókina “Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007” í ágúst sl. Um er að ræða greinasafn í ritstjórn Vals Ingimundarsonar og er bókin gefin út í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður haldið opið málþing föstudaginn 10. október þar sem höfundar kynna greinar sínar, en þær varða allar breytingar á utanríkisstefnu íslenska ríkisins frá lokum kalda stríðsins.

Silja Bára Ómarsdóttir. Setning málþings
       
Valur Ingimundarson. Öryggissamfélag Íslands og Bandaríkjanna, 1991-2006
Baldur Þórhallsson. Evrópustefna íslenskra stjórnvalda: Stefnumótun, átök og afleiðingar
Steinunn Hrafnsdóttir. Stefna Íslands gagnvart alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum
Gylfi Zoega. Utanríkisviðskipti Íslands: Stofnanaumhverfi, frumkvöðlakraftur og vægi grundvallaratvinnuvega        
Sigurður Jóhannesson. Stóriðja og hlutverk hins opinbera: Hver er ávinningur Íslendinga af fyrirgreiðslu við erlenda fjárfesta?
Pallborðsumræður
Kaffihlé
Pétur Dam Leifsson. Framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í íslenskum rétti
Auður H. Ingólfsdóttir. Umhverfismál og utanríkisstefna: Stefna Íslands í samningum um loftslagsbreytingar
Gunnar Páll Baldvinsson. Friðargæsla herlausrar þjóðar: Stefnumótun, sjálfsmynd og orðræða
Anna Karlsdóttir. Alþjóðlegt ferðaflæði, íslensk ferðamálastefna og eftirlit með ferðamönnum.
       
Pallborðsumræður
Málþingið fer fram á íslensku og er opið öllum. Aðgangur ókeypis.
Alþjóðamálastofnun og
Rannsóknasetur um smáríki
Háskóli Íslands
S: 525 5262
ams@hi.is
www.hi.is/ams/