Undir Hornafjarðarmána – Landsbyggðaráðstefna 2010

Helgina 21-23. maí halda Sagnfræðingafélag Íslands og Félag Þjóðfræðinga á Íslandi árlega landsbyggðaráðstefnu sína. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram á Hornafirði. Samstarfsaðilar eru Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Háskólasetrið á Hornafirði og ReykjavíkurAkademían.
Á dagskránni eru fjölbreyttir fyrirlestrar, skoðunarferðir og fleira fróðlegt.

DAGSKRÁ
 
FÖSTUDAGUR  21. maí,
14:30  Lagt af stað úr Reykjavík. Rúta fer frá Árnagarði við Suðurgötu.
19:30  Kvöldverður á Þórbergssetri.
            Þorbjörg Arnórsdóttir,  forstöðumaður Þórbergsseturs, kynnir setrið og starfsemina þar.
            Opið inn á sýningar setursins (Sýning um Þórberg Þórðarson og Sögusýning)
 
LAUGARDAGUR 22. maí
8-9:00   Morgunverður.
9-10:30 Málstofa á Þórbergssetri.
Julian D´Arcy: „Áfram með smjérið.“ Vandamálið við að þýða Þórberg á ensku.
Rósa Þorsteinsdóttir. Að segja hverja sögu eins og hún var. Söfnun Hallfreðar Arnar Eiríkssonar á sögum úr Suðursveit.
            Már Jónsson: Rúmföt í Skaftafellssýslum um miðbik 19. aldar.
10:30-11:00 Gönguferð með Fjölni Torfasyni.
11:15  Kálfafellskirkja
Margaret Cormack: Kálfafellsstaður í máldögum og þjóðsögum.
12-13:00 Hádegisverður á Smyrlabjörgum.
Júlíana Þóra Magnúsdóttir: Þjóðsagnasafnarinn frá Kálfafellsstað. Um Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm og þjóðsagnasöfnun hennar.
14:00  Útifyrirlestur: Arnþór Gunnarsson: Mannlíf, náttúra og ferðamennska í sögulegu ljósi.
15: 00  Kaffi Geitafell/ Hoffell
            Útifyrirlestur: Þorvarður Árnason fjallar um ljós- og kvikmyndun sína á Hoffellsjökli.
16:00   Hólmur, Laxárdal í Nesjum: Bjarni F. Einarson, fornleifafræðingur, kynnir uppgröftinn.
18:00   Komið í Nesjaskóla þar sem gist verður og síðan fer rútan inn á Höfn þar sem fólk fer í  kvöldmat. Fyrir kvöldmat verður í boði að skoða Jöklasetrið á Höfn.
SUNNUDAGUR 23. maí
8:30-9.30 Morgunverður.
9:30     Björg Erlingsdóttir, menningarstjóri á Höfn, kynnir starfsemi Nýheima.
10-12:00 Málstofa í Nýheimum.
Steinunn Kristjánsdóttir: Skreiðin á Skriðu. Um tengsl milli Fljótsdalshéraðs og Austur-Skaftafellssýslu á miðöldum.
Soffía Auður Birgisdóttir: Svaðilfarir á jökli: Um tengsl milli frásagnar Sigurðar á Kvískerjum og Skugga-Baldurs eftir Sjón.
            Kaffihlé.
            Eiríkur Valdimarsson: Veðurspár almennings. Eftirtekt og sjálfsbjargarviðleitni kynslóðanna.
            Björg Erlingsdóttir: Miðlun munnlegrar hefðar í samtímanum.
12:00   Hádegisverður
13:00   Lagt af stað frá Höfn, komið til Reykjavíkur um sexleytið.
Skráning á ráðstefnuna stendur nú yfir og geta áhugasamir skráð sig hjá Írisi Ellenberger (irisel@hi.is, gsm: 8614832). Um nokkurs konar farandráðstefnu er að ræða og gist verður í Suðursveit fyrri nóttina og á Höfn síðari nóttina.
Ráðstefnugjald er 7500 krónur og er innfalið í því rútuferð (Rvk.-Höfn-Rvk.), kvöldverður á Þórbergssetri á föstudagskvöld, hádegisverður á Smyrlabjörgum á laugardag, hressing í Geitafelli á laugardag og kaffi og meðlæti í Nýheimum á Höfn á sunnudag. Gistingu greiða ráðstefnugestir sjálfir og má sjá þá möguleika sem eru í boði hér að neðan. Tekið er fram að stúdentar geta sótt um ferðastyrk til Háskólasetursins á Hornafirði. Upphæð styrksins verður ekki minni en 5000 kr. og ekki hærri en 10000 kr. (fer eftir fjölda umsækjenda). Sótt er um ferðastyrk um leið og skráning fer fram.
Gisting: Aðfaranótt laugardags er gist á Hala og Gerði í Suðursveit og kostar nóttin 5000 kr. með morgunverði (gist er í tveggja og þriggja manna herbergjum). Aðfaranótt sunnudags er gist á Hótel Jökli/Nesjaskóla og hægt er að velja á milli eftirfarandi kosta: Eins manns herbergi 7200 kr.; tveggja manna herbergi 9000 kr.; þriggja manna herbergi 11300 kr.; svefnpokapláss með rúmum og vaski 2700 kr.; svefnpokapláss á dýnum í sal 1800 kr. Morgunverður kostar 1150 kr.
Gestir eru beðnir um að taka fram hvort þeir hyggist nýta sér gistimöguleikana og hvers konar gistingu þeir kjósi þegar þeir skrá sig.