The Icelandic Yule: An illustrated presentation in English reviewing the beliefs and traditions of Icelandic Christmas past and present, from pagan gods to practical joking Christmas Lads, 15. des.

Laugardaginn 15. desember klukkan 13 flytur dr. Terry Gunnell fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands um gömlu íslensku jólin. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og nefnist The Icelandic Yule: An illustrated presentation in English reviewing the beliefs and traditions of Icelandic Christmas past and present, from pagan gods to practical joking Christmas Lads. Fyrirlesturinn fjallar um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina.

Laugardaginn 15. desember klukkan 13 flytur dr. Terry Gunnell fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands um gömlu íslensku jólin. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og nefnist The Icelandic Yule: An illustrated presentation in English reviewing the beliefs and traditions of Icelandic Christmas past and present, from pagan gods to practical joking Christmas Lads. Fyrirlesturinn fjallar um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina.
Í nútímanum eru jólin sérstaklega tengd fæðingu Krists en eiga sér þó ævafornar rætur sem teygja sig langt aftur fyrir tíma kristni. Í fyrirlestri sínum seilist Terry aftur til goða og norrænnar trúar og skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum. Draugatrú, álfatrú og tröllatrú hafa tengst gömlu íslensku jólunum svo fátt eitt sé nefnt. Terry mun að sjálfsögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku jólasveina. Einnig mun hann segja frá athyglisverðum ættingjum þeirra í nágrannalöndunum. Að lokum verður athyglinni beint að ýmsum siðum í tengslum við jól og áramót í nútímanum.
Terry Gunnell er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands og býr ekki aðeins yfir mikilli þekkingu heldur einstakri frásagnargáfu. Þar eð Terry mælir fram á ensku gefst þarna gott tækifæri fyrir gesti frá öðrum löndum og þá sem eru nýfluttir til landsins til að fræðast um gömlu íslensku jólin. Þjóðlegur fróðleikur um jólasiði á þó líka erindi til Íslendinga.
Terry hefur lag á að segja frá á leikrænan og lifandi hátt og ætti allur almenningur að hafa ánægju af fyrirlestri hans.
Ekkert kostar inn og allir eru velkomnir.
Terry mun flytja fyrirlesturinn aftur laugardaginn 22. desember klukkan 13.