Staðlausir stafir – Málþing til heiðurs Helgu Kress

Laugardaginn 4. desember 2010 efnir Rannsóknastofa í kvenna- og
kynjafræðum í samstarfi við EDDU – öndvegissetur til málþings
til heiðurs Helgu Kress, prófessor emeritus. Málþingið verður haldið í
Hátíðarsal, Aðalbyggingu Háskóla Íslands, kl. 10.30 – 18.00.
Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Helga Kress er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hún er 
brautryðjandi á sviði norrænna miðaldabókmennta og íslenskrar
bókmenntasögu. Helga hefur gefið út fjölda rita um rannsóknir sínar og 
haldið um þær fyrirlestra, bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur hún
verið virk jafnt í íslenskri sem norrænni útgáfustarfsemi um konur og 
kynferði í bókmenntum.
Helga er fræðimaður sem hefur frá upphafi staðið fyrir öflugri 
kynningu á nýstárlegri, kvennafræðilegri og róttækri bókmenntakenningu 
á  Íslandi.
Með rannsóknum sínum, sem oft hafa mætt andstöðu innan karllægrar 
akademíu, hefur hún opnað nýja sýn inn í heim íslenskra bókmennta og
bókmenntasögu og í raun umbylt viðteknum hugmyndum um íslenskan 
menningararf.
Dagskrá:
10.30 – 10.40  Setning: Irma Erlingsdóttir, fundarstjóri.
10.40 – 12.00
– Már Jónsson: „Máttvana meyjar á öndverðri 19. öld.“
– Sigrún Pálsdóttir: „Hreyfimynd með hljóði frá 19. öld eftir Þóru
Pétursdóttur.“
– Halldór Guðmundsson: „Viðtöl, bréf og velktar myndir. Um heimildir við
ævisagnaritun.“
– Umræður
12.00 – 13.00  Hlé
13.00 – 14.40
– Guðrún Nordal: „Svarið Steinvarar: Um systur og eiginkonur Sturlunga.“
– Jón Karl Helgason: „Sögusagnir: Sjónarhorn á íslenskar 
miðaldabókmenntir.“
– Sveinn Yngvi Egilsson: „Náttúra Huldu.“
– Guðni Elísson: „Ofríki, illgirni og dómgreindarskortur. Þrjár 
kvenlegar
dyggðir í ríki kreppunnar.“
– Umræður
14.40 – 15.00  Kaffi
15.00 – 16.20
– Steinunn Sigurðardóttir: „Óttinn við áhrif. Frá Málfríði til 
Málfríðar.“
– Dagný Kristjánsdóttir: „Hulda og Halldór.“
– Sigríður Þorgeirsdóttir: „Er Moby Dick ‘máttug mær’? Um kreppu
karlmennsku og kynjasamskipta í hvalveiðisögu Melville.“
– Umræður
16.20 – 18.00        Léttar veitingar