Sögustaðir – í fótspor W. G. Collingwoods

Síðasta sýningarhelgi og leiðsögn
Á síðasta sýningardegi Sögustaða – í fótspor W.G. Collingwoods
sunnudaginn 23. janúar nk. mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og
sýningarhöfundur veita leiðsögn um sýninguna. Leðsögnin hefst kl. 14 og er
öllum opin.

Á sýningunni má sjá ljósmyndaverk eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnin
eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski
myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood málaði
og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi
um Ísland sumarið 1897. Sýningin hefur vakið mikla athygli og hlotið mikið
lof gesta.
Samnefnd bók Einars Fals hlaut tilnefningu til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna 2010 og er hún til sölu í safnbúð á sérstöku
tilboðsverði.