Saga hagrannsókna: Geta verðbréfasérfræðingar spáð?

Hádegisfyrirlestur Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. mars 2008 kl. 12:15 á Háskólatorgi stofu 102.
Eftir verðhrunið í New York 1928 fór verðbréfaráðgjafinn A. Cowles III að velta því fyrir sér hvers vegna þetta hefði gerst og hvers vegna lærðir menn hefðu látið svona gerast. Hann safnaði gögnum og bar eigin spár saman við spár annara. Hann kynntist mönnum sem voru að stofna Econometric Society og gerðist áhrifamaður í þeim félagsskap. Þetta leiddi til þess að hann hætti að selja spár 1931 og gerðist áhrifamaður í þróun Econometrics Society. Í grein hans frá 1933 komu fram atriði um skilvirka markaði (efficient markets) og bootstrapping aðferðin. Í fyrirlestrinum er lauslega rakin saga tölfræðinnar og hvernig
hagrannsóknir (econometrics) þróaðist sem hagnýt tölfræðigrein á 20. öld.

Helgi Tómasson er BS í stærðfræði-reiknifræði frá Háskóla Íslands og Fil. Dr. í tölfræði frá Handelshögskolan Göteborgs-Universitet.  Hann hefur starfað við tölfræðideild alþjóðlegu krabbameins- rannsóknarstofnunina (IARC) í Lyon, við vinnunmarkaðsrannsóknir hjá Kjararannsóknarnefnd og er fastráðinn kennari í hagrannsóknum og tölfræði í Viðskipta- og Hagfræðideild HÍ.