Reykjavík er hýrari en margur heldur! – Söguganga um staði sem tengjast lífi lesbía og homma í miðborg Reykjavíkur

Sagnfræðingafélag Ísland býður upp á sögugöngu þar sem fjallað verður um menningu og líf samkynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar. Menning lesbía og homma í Reykjavík hefur verið hulin flestum hingað til en fjölda markverða staða er að finna í miðborginni sem tengjast lífi þeirra. Markmið göngunnar er að varpa hulunni af þessum merkilega menningarkima borgarinnar og skyggnast inn í líf samkynhneigðra Reykvíkinga. Næturlífi, pólitík, bókmenntum og tónlist sem tengjast samkynhneigðum í borginni verða gerð skil og rifjaðir upp atburðir í lífi einstakra samkynhneigðra Reykvíkinga.
Skipuleggjandi og leiðsögumaður er Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur. Haldið verður af stað frá Ingólfstorgi laugardaginn 11. október kl. 15.00 . Ferðin tekur eina og hálfa klukkustund. Að göngunni lokinni verður boðið upp á kaffi og kakó í húsakynnum Samtakanna 78 á Laugarvegi. Þar mun óvæntur gestur flytja stutt erindi og efna til skrafs. Þess má geta að í húsakynnum Samtakanna er að finna besta hinsegin-bókasafn á landinu sem inniheldur fjöldan allan af fræðibókum og úrklippum um sögu samkynhneigðar á Íslandi sem hvergi eru til annars staðar.
Að lokum langar mig að minnast á það að í næsta mánuði er í bígerð að halda kvöldfund þar sem fræðileg hugðarefni verða krufin. Óskar stjórnin eftir tillögum að umræðuefnum.

Sagnfræðingafélag Ísland býður upp á sögugöngu þar sem fjallað verður um menningu og líf samkynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar. Menning lesbía og homma í Reykjavík hefur verið hulin flestum hingað til en fjölda markverða staða er að finna í miðborginni sem tengjast lífi þeirra. Markmið göngunnar er að varpa hulunni af þessum merkilega menningarkima borgarinnar og skyggnast inn í líf samkynhneigðra Reykvíkinga. Næturlífi, pólitík, bókmenntum og tónlist sem tengjast samkynhneigðum í borginni verða gerð skil og rifjaðir upp atburðir í lífi einstakra samkynhneigðra Reykvíkinga.
 
Skipuleggjandi og leiðsögumaður er Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.  Haldið verður af stað frá Ingólfstorgi laugardaginn 11. október kl. 15.00 .  Ferðin tekur eina og hálfa klukkustund. Að göngunni lokinni verður boðið upp á kaffi og kakó í húsakynnum Samtakanna 78 á Laugarvegi. Þar mun óvæntur gestur flytja stutt erindi og efna til skrafs. Þess má geta að í húsakynnum Samtakanna er að finna  besta hinsegin-bókasafn á landinu sem inniheldur fjöldan allan af fræðibókum og úrklippum um sögu samkynhneigðar á Íslandi sem hvergi eru til annars staðar.
 
Að lokum langar mig að minnast á það að í næsta mánuði er í bígerð að halda kvöldfund þar sem fræðileg hugðarefni verða krufin. Óskar stjórnin eftir tillögum að umræðuefnum.