Raddir að heiman – Munnlegar heimildir í byggðarsögu. Ráðstefna Minnis – félags um munnlegan menningararf og Miðstöðvar munnlegrar sögu, föst. 23. nóvember

Föstudaginn 23. nóvember n.k. standa Miðstöð munnlegrar sögu og Minni – félag um munnlegan menningararf fyrir ráðstefnunni Raddir að heiman – Munnlegar heimildir í byggðarsögu. Ráðstefnan stendur frá klukkan 13:00 til klukkan 17:30 og eru allir velkomnir.
Safnafólk hefur orðið vart við aukinn áhuga almennings á að taka þátt í að safna þjóðlegum fróðleik og byggðasögu sem varðveist hefur í munnlegri geymd. Við þessum áhuga vilja söfnin bregðast. Á sama tíma hefur stafræn tækni auðveldað söfnum á landsbyggðinni samstarf sín á milli og fjölgað möguleikum þeirra til að vinna með menningararf sinn. Notkun munnlegra heimilda er því í dag einn áhugaverðasti nálgunarmátinn sem stendur til boða þeim sem fást við byggðasögu.

Föstudaginn 23. nóvember n.k. standa Miðstöð munnlegrar sögu og Minni – félag um munnlegan menningararf fyrir ráðstefnunni Raddir að heiman – Munnlegar heimildir í byggðarsögu. Ráðstefnan stendur frá klukkan 13:00 til klukkan 17:30 og eru allir velkomnir.
Safnafólk hefur orðið vart við aukinn áhuga almennings á að taka þátt í að safna þjóðlegum fróðleik og byggðasögu sem varðveist hefur í munnlegri geymd. Við þessum áhuga vilja söfnin bregðast. Á sama tíma hefur stafræn tækni auðveldað söfnum á landsbyggðinni samstarf sín á milli og fjölgað möguleikum þeirra til að vinna með menningararf sinn. Notkun munnlegra heimilda er því í dag einn áhugaverðasti nálgunarmátinn sem stendur til boða þeim sem fást við byggðasögu.
Í fyrri hluta ráðstefnunnar verður þróun byggðasöguritunar reifuð með hliðsjón af hlut og vægi munnlegra heimilda, umfang munnlegra heimilda í íslenskum söfnun íhugað og safnarar munu skýra frá reynslu sinni og ráðum. Í síðari hluta hennar munu fulltrúar safna vítt og breitt um landið mæta til leiks og kynna spennandi verkefni þar sem munnlegar heimildir og virkt samband við heimafólk spila stórt hlutverk. Að lokum verður efnt til almennra umræðna um það hvernig efla megi söfnun munnlegra heimilda og samvinnu milli aðila sem starfa á þessum vettvangi.
Um kvöldið stendur þáttakendum ráðstefnunnar til boða að halda samræðum áfram í sameiginlegum kvöldverði á veitingahúsinu Geysir Bistro í gamla Geysishúsinu. Dagskrá ráðstefnunnar getur að líta hér að neðan en allar nánari upplýsingar veitir starfsmaður Miðstöðvar munnlegrar sögu, Unnur María Bergsveinsdóttir, í síma 525 5776.
Föstudaginn 23. nóvember 2007
Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu kl. 13.00 – 17.00
Dagskrá
13:00-13:30     
Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur. Þróun byggðarsöguritunar á tuttugustu öld.
13:30-14:00     
Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur. Söfnun og úrvinnsla. Munnlegar heimildir í byggðasögu
14:00-14:30     
Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu. Munnlegar heimildir um byggðarsögu. Hvað er í kössunum?
14:30-15:00     
Margrét Jóhannsdóttir kennari. Heyrði ég í hamrinum. Af söfnun sagna og fróðleiks.
15:00–15:30    
Hlé og kaffiveitingar.
15:30-15:45     
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar. Vildarvinir Byggðasafns Reykjanesbæjar. Hvernig má virkja þá sem sagan snýst um?
15:45-16:00    
Þorsteinn E. Arnórsson frá Iðnaðarsafninu á Akureyri. Fyrrum varst þú allra yndi. Sögur og sagnir af sambandssvæðinu
16:00-16:15    
Heiðrún Konráðsdóttir, sagnfræðingur. Munnlegar heimildir, kostir og gallar. Notkun munnlegra heimilda við rannsókn á gamla samfélaginu í Flatey.
16:15-16:30   
Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Munnlegar heimildir í Austur-Skaftafellssýslu. Varðveisla, skráning og miðlun.
16:30-16:45    
Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins – Húss skáldsins. Hvað veist þú um Halldór? Frásögnum safngesta safnað.
16:45-17:30    
Opnað verður fyrir frekari fyrirspurnir til frummælenda og almennar umræður um það hvernig efla megi söfnun munnlegra heimilda og samvinnu milli aðila sem starfa á þessum vettvangi.
Klukkan 19:00 stendur þáttakendum ráðstefnunnar til boða að taka þátt í sameiginlegum kvöldverði á veitingahúsinu Geysir Bistro í gamla Geysishúsinu. Unnur María Bergsveins­dóttir veitir frekari upplýsingar og tekur við skráningu í síma 525-5776 og einnig má senda tölvupóst á netfangið munnlegsaga@munnlegsaga.is