Matthías Jochumsson á Kjalarnesi næsta laugardag

Næsta laugardag stendur Sögufélagið Steini á Kjalarnesi fyrir þjóðlegri
sögustund í Klébergsskóla á Kjalarnesi kl. 16.
Einkum verður fjallað um Matthías Jochumsson en hann var prestur á
Kjalarnesi 1866-1873. Gestir okkar verða m.a. Þórunn Erlu- og
Valdimarsdóttir, Jón Júlíusson, Geirlaug Þorvaldsdóttir og sr. Gunnar
Kristjánsson.
Öllum er frjáls aðgangur gegn 1000 kr. aðgangseyri fyrir fullorðna. Kaffi og heimabakstur innifalið

Þykir það ekki tilhlýðilegt í framhaldi af degi íslenskrar tungu 16. nóvember? Þema stundarinnar er þjóðskáldið Matthías Jochumsson.  175 ár eru liðin frá fæðingardegi hans, 11. nóvember  1835 og 90 ár frá dánardegi hans 18. nóvember 1920 og hann var prestur á Kjalarnesi árin 1866 – 1873 og bjó á Móum.
Við fáum góða gesti, Þórunni Erlu og Valdimarsdóttur, sagnfræðing og rithöfund, sem m.a. er höfundur  verðlaunabókarinnar „Upp á Sigurhæðir“ um ævi Matthíasar. Hún heldur erindi sem ber heitið: „Matthías Jochumsson – Einn frægasti nábúi Esju.“ Þá mun Jón Júlíusson leikari lesa upp ljóð eftir Matthías og þau Geirlaug Þorvaldsdóttir leiklesa úr Skugga-Sveini. Nemendur úr Klébergsskóla flytja tónlistaratriði og sr. Gunnar Kristjánsson flytur erindi sitt: „Maður á mörkum. Um Móaár séra Matthíasar  Jochumssonar.“ Öllum er frjáls aðgangur gegn 1000 kr. aðgangseyri fyrir fullorðna.