Málþing í Snorrastofu: Þjóðlendumál og eignarréttur, laugardaginn 8. mars kl. 13:00

Fræðimenn og lögmenn hafa framsögu um eignarrétt og landnám í sögulegu ljósi. Rætt verður um kirkjueignir á fjalllendi og afrétti og um heimildagildi Landnámu. Þá verður einnig fjallað um framkvæmd laga um þjóðlendur á Íslandi og hvort dómstólar hafi breytt inntaki eignarréttar á síðari hluta 20 aldar.
Einnig verður fjallað um lagaframkvæmdina með hliðsjón af eignarréttarvernd Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómsstólsins. Að loknum framsögum og fyrirspurnum verða pallborðumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka.

Dagskrá
13.00 Málþingið sett
Ávarp: Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri
 
Fyrsti hluti: Eignarréttur í sögulegu ljósi
Einar G. Pétursson prófessor Árnastofnun: Kirkjueignir á fjalllendi
Sveinbjörn Rafnsson prófessor HÍ: Heimildagildi Landnámu
Umræður  og fyrirspurnir
 
Annar hluti: Þjóðlendulögin og eignarrétturinn
Friðbjörn Garðarson lögmaður: Breyttu dómstólar inntaki eignarréttar á landi á síðari hluta 20. aldar?
Ólafur Björnsson hrl.: Framkvæmd laga um þjóðlendur á Íslandi
Davíð Þór Björgvinsson dómari: Lagaframkvæmd á Íslandi með hliðsjón af eignarréttarvernd MSE og Mannréttindadómsstóls
Umræður og fyrirspurnir
Þriðji hluti: Pallborðumræður
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Umræður athugasemdir og fyrirspurnir.
Það eru Snorrastofa, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE) og Búnaðarsamtök Vesturlands sem standa fyrir málþinginu sem hefst kl.13.00 og fer fram í Reykholtskirkju.
Aðgangur er öllum opinn og eru áhugamenn um þetta mál hvattir til að mæta