Lesið við langeldinn í Aðalstræti 16, 15. des.

Þann 15. desember kl. 15 flytur dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fyrirlestur um jól í heiðnum sið á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 í Aðalstræti 16, en einmitt þar hafa væntanlega verið haldin heiðin jól í landnámsskálanum frá því að hann var reistur um 930 og fram að kristnitöku.

Þann 15. desember kl. 15 flytur dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur
fyrirlestur um jól í heiðnum sið á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 í
Aðalstræti 16, en einmitt þar hafa væntanlega verið haldin heiðin jól  í
landnámsskálanum frá því að hann var reistur um 930 og fram að
kristnitöku.
Að fyrirlestri Árna loknum um kl. 16 fjallar Ari Trausti Guðmundsson um
landnám Íslands, eldgos og aldursgreiningar og les úr skáldsögunni Land
þagnarinnar en sögumaður þar er einmitt eldfjallafræðingur.
Því næst les Bjarni Gunnarsson úr nýútkominni ljóðabók sinni Blóm handa
pabba.
Aðgangur að fyrirlestrinum og upplestrunum er ókeypis og öllum heimill.