Leiðsögn í Nesstofu laugardaginn 22. maí kl. 12:00

Laugardaginn 22. maí kl. 12:00 verður boðið upp á leiðssögn um Nesstofu á Seltjarnarnesi. Mun Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur sjá um leiðsögnina.
Allir velkomnir!

Anna Þorbjörg mun fara yfir sögu hússins frá búsetu landlækna og lyfsala í Nesi. Einnig verður sagt frá hugmyndum um uppbyggingu safnasvæðis Seltirninga í Nesi og staldrað verður við í sýningunni SAGA OG FRAMTÍÐ sem nú stendur í Nesstofu.
Þar er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fjölmargra fornleifarannsókna sem farið hafa fram á Vestursvæðum Seltjarnarness og varpa ljósi á búsetu í Nesi frá landnámi og fram á 20. öld.
Hefst leiðsögnin kl. 12.00.