Kvennabarátta og kristin trú – Útgáfuráðstefna

Útgáfuráðstefna í tilefni af útgáfu bókarinnar Kvennabarátta og kristin trú verður haldin í Odda 101, miðvikudaginn 29. apríl 2009, kl. 13 – 16.

Dagskrá
Setning: Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur.
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur: Almennur prestsdómur – líka fyrir konur?
Nína Leósdóttir guðfræðingur: „Viltu N. dóttir taka þennan mann þér til húsbónda…?’’ Um hjónavígsluritúal og hjónavígslusálma 1718-1901
Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur: Orðræða hjónabandsins og mótun kyngervis.
Kaffihlé.
Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur: „Fram og syng þú leiðarlag, landsins konum hraustum.“ Kvenréttindabaráttan í skrifum íslenskra kvenna og karla um aldamótin 1900.
Dr. Sigríður Dúna Kristsmundsdóttir: Með Ólafíu á aðra hönd … Frumkvöðullinn og baráttukonan Ólafía Jóhannsdóttir.
Dr. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur: Réttur kærleikans. Ástin og trúin í verkum Kristínar Sigfúsdóttur.
 
Málstofustjóri: Dr. Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.