Kitlandi frásögn um fortíðina. Fyrirlestur á Landnámssýningunni Reykjavík871±2 í Aðalastræti 16 þriðjudaginn 18. mars kl. 17.

Þriðjudaginn 18. mars kl 17 flytur Hjörleifur Stefánson arkitekt fyririlestur í Aðalstræti 16. Hjörleifur var verkefnisstjóri við gerð Landnámssýningarinna Reykjavík 871±2 .
Í fyrirlestri sínum mun Hjörleifur m.a. ræða um þá hugmyndafræði og þær aðferðir sem beitt var við sýningargerðina til að skapa kitlandi frásögn um fortíðina úr jarðfundnum fornleifum.

Þungamiðja sýningarinnar er vel varðveitt rúst af skála frá 10. öld sem fannast við fornleifauppgröft í Aðalstræti 16 árið 2001. Ákveðið var að forverja rústina, varðveita hana innan dyra og gera umhverfis hana sýningu um lífið á landnámsöld. Við sýingargerðina var stuðst við niðurstöður fræðimanna í fornleifafræði, sagnfræði og líffræði en til þess að miðla fróðleiknum er notuð nýjasta margmiðlunartækni sem vekur fortíðina til lífsins. Sýningin hefur hlotið einróma lof gesta, eldir sem yngri, innlendra og erlendra. Hún hlaut íslensku safnaverðlaunin 2006 og NODEM verðlaunin (Nordic Digital Excellence in Museums), sem veitt eru fyrir bestu starfænu miðlun í söfnum.
Sýningin er nú tilnefnd til EMYA2008 verðlaunanna (European Museum of the Year Award 2008) en þau verðlaun verða afhent í Dyflini í maí. Margmiðlunarefni frá sýningunni má finna á vefsetrinu www.reykjavik871.is