Hlaðborð sagnfræðinga til heiðurs Gísla Gunnarssyni prófessor, laugardaginn 5. apríl

Gísli Gunnarsson prófessor lætur af störfum 1. apríl. Af því tilefni heiðra samstarfsmenn Gísla í sagnfræðiskor hann með hlaðborði þar sem Íslandssagan er í öndvegi. Fjallað verður þætti úr stjórnmálasögu og atvinnulífi, fátækraframfæri, skemmtanir og galdratrú.
“Hlaðborðið” verður borið fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 231 milli klukkan 12.00-16.20.
Dagskráin er hluti af Hugvísindaþingi.

Dagskrá
    * Anna Agnarsdóttir: Hvaða áhrif hafði franska stjórnarbyltingin á Íslandi?
    * Guðmundur Jónsson: Voðafarg á þjóðinni. Hversu mikil voru sveitarþyngslin á Íslandi á 19. öld?
    * Gunnar Karlsson: Hlutur sjávarútvegs í atvinnu Íslendinga á 18. og 19. öld
    * Halldór Bjarnason: „Allan veturinn eru þeir að dansa“: Breytingar á dansleikum Íslendinga á 18. og 19. öld
ÚTDRÆTTIR
Málstofan heldur áfram að loknu kaffihléi.
    * Helgi Þorláksson: Ísland í átökum stórvelda 1400-1600
    * Ragnheiður Kristjánsdóttir: Þjóðlegur kommúnismi?
    * Þór Whitehead: Var Sósíalistaflokkurinn stofnaður gegn vilja Alþjóðasambands kommúnista 1938?
    * Eggert Þór Bernharðsson: Þéttbýlisþróun og sögusýningar
ÚTDRÆTTIR
Málstofustjóri: Eggert Þór Bernharðsson, dósent
Klukkan 16.30 bjóða þinghaldarar svo upp á léttar veitingar
Dagskrá Hugvísindaþings er að finna hér.
Allir velkomnir!