Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands

Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn eftir rúma viku, fimmtudaginn 27. janúar kl. 20:00 í húsnæði Sögufélags við Fischersund.
Fjórar bækur verða teknar til umfjöllunar. Munu framsögumenn tala í mesta lagi í 15 mínútur, höfundar munu bregðast við – þeir hafa allir lofað að mæta – og síðan verða almennar umræður.

Stafrófsröð höfunda ræður röðun:
Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen: ævisaga
Umfjöllun: Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.
Margrét Guðmundsdóttir, Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld
Umfjöllun: Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunar- og sagnfræðingur
Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917
Umfjöllun: Ármann Jakobsson dósent í íslensku við HÍ
Þór Whitehead, Sovét-Ísland óskalandið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð
Umfjöllun: Egill Ólafsson sagnfræðingur og blaðamaður
Léttar veitingar verða á staðnum.