Hádeigisfundur stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
boðar til hádegisfundar 7. desember í Odda st. 101 um bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, Gunnar Thoroddsen. Ævisaga.
Allir velkomnir.

Á fundinum verður rætt um endurkomu Gunnars Thoroddsen í stjórnmálin eftir
1970, stjórnarmyndunina 1980 og ár hans í stól forsætisráðherra, en óhætt
er að segja að þau hafi verið stormasöm.   Sérstakir gestir fundarins eru
Friðrik Sophusson f.v. ráðherra og fv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins
og Svavar Gestsson, fv. ráðherra og fv. formaður Alþýðubandalagsins.  Þeir
voru samtíða Gunnari Thoroddsen á Alþingi.  Friðrik tók við af Gunnari sem
varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1981. Svavar átti sæti í ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen 1980-1983. Þeir munu eiga samtal við Guðna og aðra
gesti fundarins um efnið. Þess má geta að bók Guðna Th. Jóhannessonar
hefur fengið tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki
fræðirita.