Fyrirlestur um ævi og störf dr. Sigurbjörns Einarssonar

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um dr. Sigurbjörn Einarsson biskup á vegum Vísindafélags Íslendinga í hátíðarsal Háskólans miðvikudaginn 24. september, kl. 20.00.
Í fyrirlestrinum verður leitast við að varpa ljósi á meginþættina í ævi og störfum dr. Sigurbjörns sem og á guðfræði hans og trúarhugsun. Meðal annars verður glímt við spurninguna: Hvernig varð bóndasonur úr Meðallandi
áhrifamesti andlegi leiðtogi Íslendinga á 20. öld og einn helsti hugsuður
þjóðarinnar?
Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Fyrirlestur um ævi og störf dr. Sigurbjörns Einarssonar