Fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er kynjasaga?

Fyrirlesturinn ber nafnið: Um kvenfólk og brennivín
Fyrirlesari: Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur

Fjallað verður um áfengisnotkun kvenna fyrrum og hvernig þær notuðu áfengi málstað
sínum til framdráttar, hvort heldur sem var með áfengi eða móti og hvernig þær nýttu
sér áfengi til að móta ímynd hinnar siðferðilega sterku konu á seinni hluta 19.
aldar. Einnig verður rætt um hæga breytingu á ímyndinni á liðinni öld, feluleik
kvenna með áfengi og fleira því tengt.
Erlingur Brynjólfsson lauk kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1983
og starfar sem sögukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands í fyrirlestraröðinni: Hvað er kynjasaga?
Staður: Þjóðminjasafn Íslands
Stund: Þriðjudaginn 25. janúar frá 12:05 til 13:00
Aðgangur ókeypis og öllum opinn.