Af sögu Borgarfjarðar á átjándu og nítjándu öld

Félag um átjándu aldar fræði og Sögufélag Borgarfjarðar halda málþing um sögu Borgarfjarðar á átjándu og nítjándu öld laugardaginn 5. september nk. í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi.
Málþingið hefst kl. 13.00 og lýkur um kl. 17.30.

Dagskrá
Að loknu setningarávarpi Þóru Kristjánsdóttur, formanns Félags um átjándu aldar fræði, verða flutt sex erindi sem hér segir:
 
Íslenskir jarðræktarhættir á átjándu og nítjándu öld
Bjarni Guðmundsson, prófessor Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri
 
Reykholt og Reykhyltingar á átjándu öld
Geir Waage, sóknarprestur Reykholti
 
„eru svo algengin að af þeim þarf ekki meira að segja“. Um mataræði fyrri tíma
Sigrún Ólafsdóttir, þjóðfræðingur
 
Kaffihlé
 
Klæðaburður borgfirskra kvenna á 19. öld
Már Jónsson, prófessor í sagnfræði
 
Bændafundir og bænarskrár – Um nokkur hagsmunamál íbúa Mýrasýslu 1845 –  1875
Snorri Þorsteinsson, sagnfræðingur
 
Hann og hún – sveitarblað í Lundarreykjadal
Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði
 
Fundarstjóri:
Kristín R. Thorlacius, rithöfundur og þýðandi
 
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Kaffiveitingar verða í boði Sögufélags Borgarfjarðar.
Útdrættir úr erindunum liggja fyrir á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu Félags um átjándu fræði, www.akademia.is/18.oldin