Blöð og tímarit

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum – hvar.is
Landsaðgangur er samlag um 200 aðila sem veitir öllum sem tengjast Netinu um íslenskar netveitur gjaldfrjálsan aðgang að áskriftum fjölda rafrænna tímarita, rafbóka og gagnasafna.  Í landsaðgangi eru um:
– tólf gagnasöfn og tímaritapakkar til heimildaleita
– nokkur alfræði- og uppsláttarrit
– heildartextar tímaritsgreina úr um þúsundum tímaritum
– Þúsundir rafbóka og bókarkafla hjá Springer

Tímaritaskrá Landsbókasafns A-Ö
Aðgangur að heildartextum rúmlega 27 þúsund innlendra og erlendra tímarita og upplýsingar um helstu prentuð tímarit sem Landsbókasafni berast. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Tímarit.is
Stafrænt safn blaða og tímarita frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi frá 1773 til samtímans. Hér er að finna bæði sögulegar heimildir og fræðileg tímarit um sagnfræðileg efni s.s. Andvara, Blöndu, Sagnir, Skírni og Sögu. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Fjármálatíðindi
Tímarit um efnahagsmál, gefið út af Seðlabanka Íslands. Á vef bankans er að finna alla árganga tímaritsins 1955-2007.